Umboðsmaðurinn Masismo Brambati hefur staðfest það að Tottenham hafi sett sig í samband við Nicolo Zaniolo í sumar.
Zaniolo er leikmaður Roma á Ítalíu en Tottenham mistókst að klófesta hann áður en glugginn lokaði.
Brambati segir að Jose Mourinho sé ekki rétti stjórinn fyrir Zaniolo og að Antonio Conte myndi henta honum betur.
Mourinho hefur undanfarið starfað sem stjóri Roma en Conte er að sama skapi stjóri Tottenham.
Zaniolo hefur alls ekki verið upp á sitt besta í Serie A á tímabilinu og ku vera nokkuð ósáttur í herbúðum Roma.
Um er að ræða 23 ára gamlan leikmann sóknarsinnaðan miðjumann sem hefur aðeins skorað eitt deildarmark á tímabilinu.
Zaniolo er ítalskur landsliðsmaður og gekk í raðir Roma frá Inter Milan fyrir um fimm árum síðan.