Sóknarmaðurinn Omar Sowe hefur skrifað undir samning við Leikni Reykjavík og leikur með liðinu í Lengjudeildinni á næsta tímabili.
Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.
Sowe skoraði tvö mörk í sautján leikjum fyrir Breiðablik í Bestu deildinni síðasta sumar.
Sowe er 22 ára Gambíumaður sem var hjá New York Red Bulls í Bandaríkjunum áður en hann fór á láni til Breiðabliks.