fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Ótrúlegar senur á heimsmeistaramóti: Magnus Carlsen átti 30 sekúndur eftir þegar hann mætti og vann samt

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 29. desember 2022 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsmeistaramótið í hraðskák fer fram í dag í Almaty, höfuðborg Kasakstan. Í gær lauk heimsmeistaramótinu í atskák og hafði Norðmaðurinn ótrúlegi, Magnus Carlsen, þar öruggan sigur.

Carlsen er frábær hraðskáksmaður og ætlar sér stóra hluti í hraðskáksmótinu. Sú ótrúlega atburðarás átti sér hins vegar stað að þegar fyrsta umferð mótsins hófst sást Carlsen hvergi. Andstæðingurinn var hvíttrússneski stórmeistarinn Vladislav Kovalev, sem er afar öflugur skákmaður. Heimsmeistarar fá enga sérmeðferð og skákklukkan var einfaldlega sett af stað og Kovalev sat einn við borðið á meðan tími heimsmeistarans var að renna út.

Tímamörkin í hraðskákinni eru 3 mínútur til að byrja með og síðan bætast tvær sekúndur við hvern leik.

Þegar Carlsen átti síðan rúmlega 50 sekúndur eftir sást hann koma hlaupandi inn í salinn og náði að skákborðinu þegar hann átti rétt rúmlega 30 sekúndur eftir. Þá hóf hann leik og með ótrúlegum hætti vélaði hann Kovalev niður með sannfærandi hætti og vann skákina. Ekki liggur fyrir hvað gerðist en ljóst er að litlu mátti muna að Norðmaðurinn myndi tapa skákinni sem hefði orðið mikið áfall fyrir hann

Hér er hægt að sjá myndband af uppákomunni og sjálfri skákinni. Það er magnað að sjá hvað Carlsen er snöggur að hugsa.

Alls eru tefldar 21 skákir í heimsmeistaramótinu í hraðskák og tekur mótið tvo daga. Tólf skákir eru tefldar fyrri daginn og níu umferðir þann seinni. Alls eru tíu umferðum lokið í dag og er Carlsen efstur ásamt fjórum öðrum skákmönnum með átta vinninga, Bandaríkjamanninum Hikaru Nakamura, Rússanum Danil Dubov og Armenanum Haik Martirosyan.

Flestir telja að Nakamura komið til með að veita Carlsen harða keppni um titilinn. Magnus hefur fjórum sinnum hampað heimsmeistaratitlinum í hraðskák, síðast árið 2019 en Nakamura hefur aldrei unnið mótið þrátt fyrir að vera talinn einn allra besti hraðskáksmaður heims um langt skeið. Ríkjandi heimsmeistari er Frakkinn Maxime Vachier-Lagrave en hann er í hópi skákmanna með 6,5 vinninga – einum og hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.

Hér er hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá mótinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð