Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari A karla, hefur bætt Bjarna Mark Antonssyni í hóp liðsins sem mætir Svíþjóð og Eistlandi á Algarve í janúar.
Ísland mætir Eistlandi 8. janúar og Svíþjóð 12. janúar. Báðir leikirnir fara fram á Algarve í Portúgal.
Bjarni Mark hefur leikið tvo leiki með A karla, báðir í janúar 2020, og voru þeir gegn Kanada og El Salvador.
Bjarni Mark Antonsson inn í hóp A karla fyrir tvo leiki í janúar.#fyririslandhttps://t.co/LzbmEnsgf7
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 29, 2022