fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Ruslatunnumálið á Seltjarnarnesi – Steingrímur birtir yfirlýsingu og segir ýmislegt vanta í myndband Hönnu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. desember 2022 13:32

Skjáskot úr myndbandinu sem Hanna birti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nágrannaerjur í fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesi hafa vakið töluverða athygli eftir Facebook-færslu Hönnu Kristínar Skaftadóttur og myndband sem hún birti af Steingrími Sævarr, að færa ruslutunnur fyrir bíl hennar.

Mannlíf greindi frá málinu og ræddi við Hönnu sem bar Steingrími illa söguna og sakaði hann um ofsóknir síðustu sex mánuði. Auk ruslatunnugerningsins sakaði hún Steingrím meðal annars um að hafa kastað í sig bjórflöskum og beint reyk inn um opinn glugga hjá sér er hann var að grilla. Segist Hanna upplifa að öryggi hennar sé ógnað. Í Facebook-færslu sinni sagði hún:

„Síðastliðna 6 mànuði höfum ég og börnin mín þurft að þola ónæði og árásir með orðum og gjörðum frá kærasta nágrannakonu minnar. Steininn tók úr í morgun þegar ég náði myndbandi af honum að loka bíl okkar fjölskyldunnar inni með ruslatunnum. Hann Steingrimur Sævarr Ólafsson almannatengill hefur öskrað á mig, hótað mér og þar með hrætt mig og börnin mín. Ekki nóg með að hann reyni ítrekað að loka bílinn minn inn í innkeyrslu minni heldur hefur hann einnig kveikt opinn eld á sameign í þeim einum tilgangi að reykfylla fasteign mína með þeim afleiðingum að dóttir mín endaði í læknishöndum með alvarlegan astma.

Allt er þetta tilkomið því ég studdi við XXXXX í hatrömumm málaferlum sem nágrannakonan stóð í við hann. Þetta fæ ég að launum.

Ég hef nú hringt á lögreglu því nú er svo komið að málum linni og fólk sjái hvað sé í gangi.

Gleðileg jól frá okkur börnunum“

Segir myndbandið afbaka allan sannleika

Steingrímur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hann segir myndband Hönnu vera vægast sagt villandi og bendir á að aldrei hafi komið til afskipta lögreglu vegna þeirra stóru ásakana sem Hanna beri á hann. Steingrímur segist hafa ákveðið að afþakka ítrekuð boð fjölmiðla um viðtöl vegna málsins en segist reiðubúinn að upplýsa um bakgrunn þess utan dagskrár. Yfirlýsing Steingríms er eftirfarandi:

„Upptakan úr „falinni myndavél“ eins íbúans þar sem ég er að færa ruslatunnur er stutt í annan endann. Sem sagt klippt þannig að einungis sést þegar ég færi þær allar út í miðja innkeyrsluna til þess svo að fara með þær í næsta áfanga á sinn hefðbundna stað við innkeyrsluvegg. Nágrannakonan og „upptakarinn“ hafði – og ekki í fyrsta sinn – raðað þeim fyrir framan tröppur að útidyrum íbúðar á jarðhæð og að auki rifið niður og skemmt jólaskreytingar við húsvegginn. Þegar ég steig út úr bílnum á aðfangadagsmorgun stóð hún við gluggann, sendi mér fingurinn og storkaði með öðru fingratengdu táknmáli. Mér blöskraði auðvitað yfirgangurinn og ofbeldið en gerði þó ekki annað en að færa tunnurnar á sinn stað.

Ég vil taka það skýrt fram að þessi viðbrögð mín, að fjarlægja tunnurnar frá útidyrunum þegar ég kom að húsinu, voru alfarið mín ákvörðun. Þessi sérstaklega tilklippti partur af upptökunni afsannar að mínu mati kenninguna um að ein mynd segi meira en þúsund orð. Þvert á móti getur hún með svona misnotkun afbakað allan sannleika.

Vonandi er að þeir sem vilja skoða þessar langvarandi erjur, hvað þá að taka afstöðu, kynni sér málavöxtu og þá ekki síst hvaðan frumkvæði þessara uppþota kemur. Í leiðinni gætu þeir e.t.v. reynt að átta sig á því hvers vegna aldrei hefur komið til afskipta lögreglu vegna þeirra stóru ásakana sem settar hafa verið fram af hálfu þess sem skreytir gluggakistur sínar, dyr og útveggi með upptökumyndavélum um langt árabil. Það er nefnilega nokkuð ljóst að í atburðarásinni ræður heil hugsun ekki för.

Ég hef ákveðið að þiggja hvorki ítrekuð boð um viðtöl um þetta mál né mína aðkomu að því. Ég er hins vegar reiðubúinn til þess að upplýsa um bakgrunn þess eftir bestu getu án þess að annað sé haft eftir mér en það sem hér fyrir ofan hefur verið sagt.

  1. desember 2022

Steingrímur Sævarr Ólafsson“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“