Rapparinn og Kanye West hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Nú ganga þær sögur að rapparinn sé horfinn, en fyrrverandi fjármálastjóri Kanye hefur ekki náð að hafa uppi á rapparanum til að stefna honum.
Thomas St John, fyrrverandi fjármálastjóri rapparans, hefur reynt að stefna fyrrum vinnuveitanda sínum og fyrirtæki hans, Yeezy. Samkvæmt The U.S. Sun óskaði Thomas eftir því við dómstóla að fá framlengdan frest til að stefna Kanye í máli sínu eftir margar misheppnaðar tilraunir til að ná í skottið á rapparanum.
Varð þetta til þess að á Twitter hófst sá orðrómur að rapparinn sé hreinlega týndur.
Thomas hefur heldur ekki náð í lögmenn Kanye þar sem rapparinn er ekki með neinn lögmann á sínum snærum.
Samkvæmt gögnum sem lögmenn Thomas lögðu fram er þeir óskuðu eftir framlengda frestinum hefur reynst ómögulegt að staðfesta hvar Kanye er til húsa þessa daganna og því hefur ekki verið mögulegt að afhenda honum stefnu í málinu. Þá hefur verið reynt að stefna rapparanum með því að senda honum tölvupóst á fjölda mögulegra netfanga.
Fyrirhugað dómsmál varðar 18 mánaða loforð um starf sem Kanye gerði við Thomas. Fer Thomas fram á gífurlegar fjárhæðir í skaðabætur, eða 4,5 milljónir Bandaríkjadala sem eru um 650 milljónir íslenskra króna.
Síðasta mynd sem blaðaljósmyndarar náðu af rapparanum var tekin 18. desember þegar hann fór með tveimur börnum sínum í kirkju.
Það var svo Twitter-aðgangurinn Daily Loud sem tísti „Kanye West er sagður horfinn og ekki hefur náðst í hann vikum saman sakvæmt fyrrum fjármálastjóra“
Twitter-aðgangurinn yzyupdates segir að það hafi þó bara verið í fyrradag sem Kanye mætti seinast til kirkju og því líklegt að rapparinn sé ekki eins týndur og netheimar virðast halda.
Kanye spotted at church today ⛪️ pic.twitter.com/81aekLMPGH
— yzyupdates (@yzyupdates) December 27, 2022