fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Mælir gegn því að fara of geyst í sjálfsvinnu og líkamsrækt á nýju ári

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 29. desember 2022 17:30

Ásdís Rán. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glamúr fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir ræðir við Rakel Sigurðardóttur í nýjasta hlaðvarpsþætti af Krassandi Konur.

Rakel er andlegur einkaþjálfari en í samtali við DV segir Ásdís að andleg einkaþjálfun sé nýtt fag sem hana langaði til að forvitnast um í tilefni þess að nýtt ár sé að ganga í garð. „Og tilvalið að byrja á sjálfshvatningu og að styrkja sjálfið – andlega og líkamlega – fyrir nýtt ár. Ég held að það þurfi allir á því að halda eftir allt sem hefur gerst í heiminum síðustu tvö ár og margir ekki alveg upp á sitt besta,“ segir hún.

„Ég er einmitt menntaður einkaþjálfari og gaf út Valkyrjuna fyrir nokkrum árum sem er sjálfshvatningar verkefnabók fyrir konur, hún er full af góðum verkefnum og það voru ótrúlega margar konur sem fengu mikinn bata út úr því að gera verkefnin, skrifa niður og halda þessu við. Verkefnin í bókinni snúast um það að æfa þig í að vera góður og jákvæður við sjálfa þig, finna þína kosti og takast á við markmiðin þín á markvissan hátt þannig ég veit það vel að svona sjálfsvinna getur gert stórkostlega hluti fyrir okkur. Það er hægt að nálgast bókina hjá mér á samfélagsmiðlum og ég kem líklegast til með að vera með einkaþjálfun í Sporthúsinu í Kópavogi á nýju ári.“

Úr bók Ásdísar.

Ásdís Rán segist mæla með því að fara ekki allt of geyst í sjálfsvinnu og líkamsrækt. „Heldur vinna þetta upp markvisst, einbeita sér að því að breyta slæmum siðum smám saman. Annars eru miklar líkur á því að fólk gefst upp of fljótt,“ segir hún.

Sjálfsvinna tekur tíma

Í þættinum segir Rakel að oftast sé rótin að vanlíðan okkar frá æsku, eins og að finnast maður ekki nóg eða vera ekki með nóg sjálfstraust.

„Það er ótrúlega margt sem mótar okkur í æsku. Við fáum svo ótrúlega mikið af röngum skilaboðum úr umhverfinu sem við þurfum svo seinna meir að setja spurningamerki við,“ segir hún.

Ásdís Rán og Rakel ræða um andleg málefni í þættinum.

„Það er oft erfitt að hætta að hugsa neikvætt um sjálfan sig. Ef maður er alltaf að hugsa neikvætt þá gerast bara neikvæðir hlutir. Þetta er allt orkan sem við erum í, þegar við erum í neikvæðri orku þá erum við með neikvæðar hugsanir og löðum að okkur meira og meira neikvætt, þetta verður svona „snowball effect“. Við erum öll með ósýnilegan bakpoka með öllu því sem við höfum upplifað í lífinu, þú vilt helst ekki kíkja í hann því það getur verið svo vont. Við upplifum svo oft ranga mynd af sjálfum okkur og trúum því, það er ekki fyrr en við förum að skoða vel í bakpokann, finna vandamálið og byrja að vinna í að setja réttar jákvæðar upplýsingar í hausinn á okkur að líðan okkar fer að lagast og hamingjan birtist, það getur tekið vikur, mánuði og jafnvel ár í sjálfsvinnu,“ segir Rakel og heldur áfram:

„Það sem gerist þegar þú byrjar að segja jákvæð orð við sjálfa þig þá ertu að hækka orkuna þína og þá ferðu að laða til þín það sem þú vilt og það góða og jákvæða í lífinu. líkamleg einkenni andlegrar vanlíðanar geta verið svo mörg, bólgur, kvíði, þunglyndi, magabólgur og sjúkdómar, þetta helst allt í hendur. En við getum átt svo auðvelt með að detta í neikvæðar hugsanir, þetta er eitthvað sem allir þurfa að berjast við alltaf, út af því við erum ekki að gera næga sjálfsvinnu nógu djúpt. Ef þú ert búin að vera með neikvæðan huga í tugi ára þá tekur sinn tíma að laga það með daglegum æfingum og verkefnum.“

Þáttinn má horfa í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“