AC Milan og Olivier Giroud hafa gert með sér munnlegt samkomulag um nýjan samning leikmannsins.
Hinn 36 ára gamli Giroud fór á kostum með franska landsliðinu sem fór alla leið í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í Katar. Hann skoraði fjögur mörk í sex leikjum.
Kappinn hefur verið á mála hjá Milan frá sumrinu 2021 og rennur núgildandi samningur hans út í sumar. Sá samningur verður hins vegar framlengdur ef marka má nýjustu fréttir.
Á tíma sínum hjá Milan hefur Giroud skorað 23 mörk í 57 leikjum.
Framherjinn hefur leikið fyrir ensku stórliðin Arsenal og Chelsea á ferli sínum.
AC Milan will complete and sign the new agreement with Olivier Giroud in the next weeks. There's verbal pact on a new deal as current contract expires in June, Giroud will stay. 🔴🇫🇷 #ACMilan
Milan will also schedule new meeting for Bennacer as they want to extend his contract. pic.twitter.com/BkRv8qWPG2
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 29, 2022