Izabel Goulart og Kevin Trapp birtu athyglisverða færslu úr vetrarfríinu á dögunum.
Trapp er markvörður Frankfurt en nú er vetrarfrí í þýska boltanum.
Þau birtu myndband af sér á sólarströnd í frumlegri stellingu. Hefur þetta vakið mikla athygli enska götublaða.
Goulart og Trapp hafa reglulega verið í fjölmiðlum en hún er afar opin með kynlíf þeirra.
„Kevin og ég stundum mjög mikið kynlíf, fjórum eða fimm sinnum í viku,“ sagði Goulart eitt sinn.
Þau stunda þó ekki kynlíf ef Trapp tapar leik.
„Ef hann spilar mikilvægan leik og tapar, þá get ég haft mig alla til, lagað neglurnar og farið í kynþokkafull undirföt. Það breytir engu, þá er ekkert kynlíf í boði.“
Færslu þeirra má sjá hér að neðan.