fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Segir stóra-Þjóðleikhúsmálið hafa haft mikil áhrif á árinu

Fókus
Fimmtudaginn 29. desember 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst fólk vera móttækilegra í dag. Ég meina í dag borgar fólk mér fyrir að segja það sem það hataði mig fyrir að segja fyrir 10 eða bara 5 árum. Það er eitthvað að breytast.“ segir Sóley Tómasdóttir jafnréttis- og fjölbreytileikafræðingur í hlaðvarpinu Karlmennskan þar sem hún og Miriam Petra gerðu upp árið. Miriam Petra er sérfræðingur hjá Rannís og fyrirlesari um rasisma og menningarfordóma.

„Þetta er ekki bara vandamál þeirra sem verða fyrir því af því að ef einhver verður fyrir fordómum þýðir að einhver annar er að græða á þeim. Þá er það líka á þeirra herðum að taka þátt í baráttunni.“

Hápunktar og lágpunktar

„Ég hugsa ekki um einhvern stóran viðburð heldur frekar miklu meiri sýnileika á allskonar hversdagslegu óréttlæti. Lagalegu, dómskerfinu, hvernig það tekur á kynferðisbrotamálum. Við erum að fá miklu fleiri haldbærari dæmi um að kerfið sé ógeðslega gallað og að fá þessi dæmi er svo gagnlegt því hingað til hafa verið einstaka raddir sem eru að segja að þetta sé gallað en það er svo auðvelt fyrir samfélagið að vera – nei það er ekki þannig.  […] við búum ekkert í þessari jafnréttisparadís sem við höfum talið okkur búa í.“ segir Miriam Petra og bætir við að lágpunkturinn sé klárlega útlendingafrumvarpið umdeilda og brottvísanir hælisleitenda, en bæði málin hafa verið til töluverðrar umfjöllunar á árinu.

„Lágpunktur ársins er þetta síendurtekna hjakk í útlendingafrumvarpinu og brottvísanirnar […] Verið að vísa fólki á brott í skjóli nætur með einhverskonar hópeflisferð óeinkennisklæddra lögreglumanna í gulum vestum, verið að beina ljósum að fréttafólki svo ekki sé hægt að taka upp það sem er í gangi. Í hvaða veröld búum við?! Og svo ætlum við að gagnrýna mannréttindabrot í fjarlægum löndum eins og við séum eitthvað miklu betri.“

Þjóðleikhúsmálið hafi haft mikil áhrif

Þær Sóley og Miriam ræddu einnig hvernig Þjóðleikhúsmálið svokallaða hafi sýnt hversu stutt umræðan er komin. Sóley sagði að einn hápunktur á árinu hafi verið þetta mál því þar hafi sést hvað umræðan sé stutt komin og hvað þjóðinni langi til að gera betur.

„Það er eitt atriði sem ég held að hafi haft meiri áhrif en við áttum okkur á og það er stóra Þjóðleikhúsmálið. Það var svo magnað að sjá hvað við erum stutt komin í umræðunni og okkur langar svo að gera þetta almennilega […] samt sem áður var fatlað fólk sem var einfaldlega sært.“ segir Sóley og telur að gagnrýni á Þjóðleikhúsið, að ófötluð manneskja hafi verið látin leika fatlaða manneskju, hafi haft meiri áhrif en virðist við fyrstu.

„Það var leikrit þar sem var fötluð persóna og þessi persóna var leikin að ófötluðum manni, ungum upprennandi manni. Hann gerir það víst mjög vel, ég hef ekki séð þessa sýningu. Leikstjórinn segist hafa vandað sig sérstaklega vel og langað til þess að sýna þessum fatlaða einstaklingi mjög mikla virðingu í verkinu og leitað til allskonar fagfólks til þess að fá aðstoð við að gera þetta sem best. Svo fer sýningin að rúlla og þá koma gagnrýnisraddir um að fatlað fólk sé ekki leikið af fötluðu fólki.“

Í umræðunni hafi verið bent á að leikstjórinn eigi fatlað barn og því geti varla verið um fordóma að ræða. Eins sé ekki hlaupið að því að finna fatlaðan einstakling í slíkt hlutverk. Sóley segist tengja við þessa móður því hún eigi son með krabbamein sem minnir hana reglulega á að hún sjálf sé ekki með krabbamein. Því Sóley eigi það til að tala fyrir hans hönd. „Við getum ekki gert það“, þeir í forréttindastöðu geti ekki skilið stöðu þeirra sem slík forréttindi hafi ekki. Það hefði verið hægt að fá fatlaðan einstakling í hlutverkið.

„Við erum með fullt af ófagmenntuðu fólki í einstaklingum í leikhúsunum en það ófagmenntaða fólk er fyrir tilviljun hvítir, yfirleit gagnkynhneigðir, karlar, ófatlaðir. Þeir eru svo hæfileikaríkir að þeir þurfa ekki að vera með fagmenntun og þeir geta leikið samkynhneigða og fatlaða og allskonar eitthvað“

Sóley bendir á að fatlað fólk, samkynhneigðir og aðrir jaðarsettir fái hins vegar bara að leika hlutverk sem tilheyri þeirra jaðarhóp.

En málið hafi verið mikilvægt vegna umræðunnar sem það skapaði og hvernig hún sýndi að viljinn til að gera betur er ekki nóg heldur þurfi að eiga meira samtal við fólkið sem um ræðir og vanda sig betur.

Sjá einnig: Edda Björgvins svarar gagnrýninni – „Magnað að fá þau skilaboð frá nýjasta spútnik RÚV“

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“