fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Gagnrýna kanslara Þýskalands fyrir litla aðstoð við Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. desember 2022 09:00

Olaf Scholz er kanslari Þýskalands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Finnlandi og Þýskalandi er óánægja innan ríkisstjórnanna vegna þess hversu hikandi ríkin eru við að senda vopn til Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur fram að þessu staðið í vegi fyrir að Þjóðverjar sendi fullkomna skriðdreka og brynvarin ökutæki til Úkraínumanna þrátt fyrir að þeir hafi margoft beðið um slík ökutæki og þá aðallega Leopard 2 skriðdreka.

Marie-Agnes Strack-Zimmermann, formaður varnarmálanefndar þingsins, gagnrýndi Scholz í viðtali við RND fyrir að hika við að senda Úkraínumönnum enn betri hergögn.

„Höfnun  kanslarans á að senda skriðdreka til Úkraínu í miðri baráttu landsins fyrir tilveru sinni er ekki aðeins óskiljanleg, hún er óhugnanlega skammsýn. Staðan er hörmuleg,“ sagði Marie-Agnes Strack-Zimmermann en hún er þingmaður FDP sem er í ríkisstjórn.

Þýskir Leopard 2 skriðdrekar á æfingu. Mynd/Getty

 

 

 

 

 

Rök Scholz fyrir að senda Úkraínumönnum ekki skriðdreka hafa verið að það myndi valda óeiningu innan NATO og að slík sending gæti ögrað Rússum og þeir stigmagnað stríðið í framhaldi.

Strack-Zimmermann gaf ekki mikið fyrir þessi rök og sagði að svo virðist sem ummæli Rússa hræði Scholz frá að senda Úkraínumönnum skriðdreka. „Sérhver sá, sem endurtekur söguna um að farið verði yfir rauðu línu Rússa ef skriðdrekar verða sendir, segir sögu árásaraðilans, ekki fórnarlambanna,“ sagði hún.

Óskir Úkraínumanna um Leopard 2 valda einnig deilum í finnsku ríkisstjórninni. Þar hafa tveir þingmenn úr stjórnarflokkunum farið gegn stefnu ríkisstjórnarinnar og farið fram á að Finnar sendi Úkraínumönnum nokkra Leopard skriðdreka. Segja þingmennirnir að ef Finnar sendi skriðdreka geti það ýtt við öðrum bandamönnum Úkraínu þannig að þeir sendi einnig skriðdreka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“