Ekki eru margir dagar síðan Alexander Buzakov, 65 ára, lést skyndilega í St Pétursborg. Hann var forstjóri Admiralty skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar kafbáta fyrir rússneska herinn.
Daily Mail segir að leyniþjónustan FSB hafi skipað sérstakan rannsóknarhóp til að rannsaka andlát tvímenninganna.
Buzakov var heill heilsu daginn áður en hann lést og ekkert hafði heyrst um heilsufarsvandamál hjá Maslov.
Hann var yfirmaður rússneska landhersins frá 2004 til 2008. Hann var síðan tengiliður Rússa hjá NATO næstu árin. Þar vann hann náið með Dmitry Rogozin sem var náinn bandamaður Pútíns. Hann var síðan gerður að forstjóra Roscosmos, sem er geimferðastofnun Rússland. Honum var síðan vikið skyndilega úr því starfi í sumar.
Pútín ætlaði að fljúga til Uralvagonzavod skriðdrekaverskmiðjunnar í Nizhny Tagil á jóladag en aflýsti ferðinni á síðustu stundu. Verksmiðjan hefur verið gagnrýnd af rússneskum ráðamönnum fyrir að framleiða ekki nóg af skriðdrekum fyrir stríðsreksturinn í Úkraínu.