fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Fyrrum rússneskur herforingi lést skyndilega daginn eftir að Pútín aflýsti ferð í skriðdrekaverksmiðju hans

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. desember 2022 07:00

Alexei Maslov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á jóladag lést Alexei Maslov, fyrrum hershöfðingi í rússneska hernum, á hersjúkrahúsi í Moskvu. Hann var 69 ára. Er andlát hans sagt hafa verið mjög óvænt. Maslov var með góð tengsl við Úkraínu. Hann var sölustjóri rússneskrar skriðdrekaverksmiðju og sá um sölu á alþjóðavettvangi.

Ekki eru margir dagar síðan Alexander Buzakov, 65 ára, lést skyndilega í St Pétursborg. Hann var forstjóri Admiralty skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar kafbáta fyrir rússneska herinn.

Daily Mail segir að leyniþjónustan FSB hafi skipað sérstakan rannsóknarhóp til að rannsaka andlát tvímenninganna.

Buzakov var heill heilsu daginn áður en hann lést og ekkert hafði heyrst um heilsufarsvandamál hjá Maslov.

Hann var yfirmaður rússneska landhersins frá 2004 til 2008. Hann var síðan tengiliður Rússa hjá NATO næstu árin. Þar vann hann náið með Dmitry Rogozin sem var náinn bandamaður Pútíns. Hann var síðan gerður að forstjóra Roscosmos, sem er geimferðastofnun Rússland. Honum var síðan vikið skyndilega úr því starfi í sumar.

Pútín ætlaði að fljúga til Uralvagonzavod skriðdrekaverskmiðjunnar í Nizhny Tagil á jóladag en aflýsti ferðinni á síðustu stundu. Verksmiðjan hefur verið gagnrýnd af rússneskum ráðamönnum fyrir að framleiða ekki nóg af skriðdrekum fyrir stríðsreksturinn í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Í gær

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“