Enzo Fernandez, leikmaður Benfica, hefur tjáð sig um þær sögusagnir að hann sé á leið til Liverpool.
Fernandez átti frábært HM með Argentínu þar sem liðið fór alla leið og vann Frakkland í úrslitum.
Þessi 21 árs gamli leikmaður er orðaður við mörg stórlið og þá helst Liverpool sem er sagt vilja fá hann í janúar.
Fernandez kannast sjálfur ekki við nein félagaskipti og einbeitir sér algjörlega að verkefninu í Portúgal.
,,Ég veit ekkert um mína framtíð eða það sem gerist á næstunni, umboðsmennirnir sjá um þetta,“ sagði Fernandez.
,,Ég einbeiti mér aðeins að Benfica og næsti leikur okkar er á föstudaginn.“