Leeds 1 – 3 Manchester City
0-1 Rodri (’45)
0-2 Erling Haaland(’51)
0-3 Erling Haaland(’64)
1-3 Pascal Struijk(’73)
Það fór fram einn leikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Leeds og Manchester City eigast við.
Þessi leikur var þýðingarmikill fyrir Erling Haaland sem spilar með Man City og er markahæsti leikmaður deildarinnar.
Haaland fæddist í Leeds en faðir hans, Alf-Inge Haaland, spilaði með liðinu á sínum tíma.
Haaland var að sjálfsögðu í byrjunarliðinu í kvöld og skoraði tvö mörk til að ganga frá heimamönnum.
Rodri kom Man City yfir í fyrri hálfleik áður en Haaland skoraði tvö snemma í síðari hálfleiknum.
Leeds lagaði stöðuna er 17 mínútur voru eftir en 3-1 útisigur Englandsmeistarana er staðreynd.