Ein óvæntasta stjarna HM, Alexis Mac Allister, hefur tjáð sig um hvernig var að hitta Lionel Messi í fyrsta sinn.
Messi er af mörgum talinn besti leikmaður allra tíma og lék með Mac Allister á HM í Katar þar sem liðið náði í gullið.
Mac Allister er leikmaður Brighton í dag en hitti Messi fyrst er hann spilaði með Boca Juniors í Argentínu.
,,Ég var svo stressaður, ég titraði allur. Ég er mjög feiminn náungi svo já, ég var stressaður,“ sagði Mac Allister.
,,Svo áttarðu þig á hversu auðmjúkur hann er. Ég spilaði með Boca Juniors á þessum tíma fyrir vináttuleik gegn Spánverjum og er við mættum á svæðið var hann að snæða kvöldmat.“
,,Ég heilsaði honum og hendurnar titruðu, ég svitnaði. Þetta var magnað augnablik. Hann er fyrirmyndin mín, hann er besti fótboltamaður heims.“