Belgíska félagið Club Brugge hefur ákveðið að reka Carl Hoefkens úr stöðu aðalþjálfara þrátt fyrir frábæran árangur í Meistaradeild Evrópu fyrir áramót.
Club Brugge endaði í öðru sæti síns riðils í Meistaradeildinni á eftir Porto. Liðið skildi eftir Atletico Madrid og Bayer Leverkusen.
Það hefur hins vegar ekki gengið nógu vel heima fyrir þar sem liðið er í fjórða sæti deildarinnar. Club Brugge er ríkjandi meistari og væntingarnar miklar.
Hoefkens tók við aðalliði Club Brugge í sumar en hann hafði áður þjálfað yngri lið félagsins.
Club Brugge mætir Benfica í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í febrúar.
Club beëindigt samenwerking met Carl Hoefkens.
Meer info 👇
— Club Brugge KV (@ClubBrugge) December 28, 2022