Chelsea ætlar sér stóra hluti á félagaskiptamarkaðnum í janúar.
Bláliðar hafa valdið nokkrum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er og sitja í áttunda sæti. Liðið vann þó 2-0 sigur á Bournemouth í gær í fyrsta leik eftir HM-hlé.
Todd Boehly eigandi Chelsea er með háleit markmið fyrir janúar. Talið er að allt að fjórir leikmenn gætu komið til félagsins. Benoit Badiashile, Alexis Mac Allister, Enzo Fernandes og Joao Felix hafa til að mynda verið orðaðir við Chelsea.
Enska götublaðið The Sun tók saman hvernig byrjunarlið Chelsea gæti litið út eftir janúargluggann ef allt gengur eftir.
Það má sjá hér að neðan.