Bayern Munchen ætlar að setjast niður með Jamal Musiala og fulltrúum hans á nýju ári og ræða nýjan samning.
Musiala er nítján ára gamall og þykir einn allra efnilegasti leikmaður heims.
Núgildandi samningur hans rennur ekki út fyrr en 2026 en þrátt fyrir það vill Bayern framlengja hann sem fyrst.
Musiala er ekki eini leikmaðurinn sem Bayern ætlar sér að framlengja við. Félagið ætlar einnig í viðræður við Lucas Hernandez og Alphonso Davies.
FC Bayern will prepare new contract proposal for Jamal Musiala in 2023. Current deal expires in June 2026 but Bayern want to seal new, longer agreement as soon as possible. 🔴⭐️ #transfers
Lucas Hernandez and Alphonso Davies contracts will also be discussed. pic.twitter.com/DMVcGtDHUb
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 28, 2022