Verkefni nemendanna heitir Flash for Floods en markmiðið er að safna peningum fyrir ástralska Rauða krossinn sem mun nota þá til að aðstoða fórnarlömb flóða.
Þrjár af konunum, sem tóku þátt í verkefninu, komu nýlega fram í sjónvarpsþættinum The Today Show og lýstu því hvernig upplifun þetta hefði verið.
Þær sögðu meðal annars að þetta hefði verið mjög skemmtilegt og að mikið hafi verið hlegið og dýrin, sem voru með, hafi verið algjörlega óútreiknanleg.
Þetta er í þrettánda sinn sem dýralæknanemar í skólanum gera dagatal af þessu tagi til að styðja góðgerðarmál.