Manchester United 3 – 0 Nott. Forest
1-0 Marcus Rashford(’19)
2-0 Anthony Martial(’22)
3-0 Fred (’87)
Manchester United vann sannfærandi sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Nottingham Forest.
Ljóst var að verkefnið var alltaf að fara vera erfitt fyrir nýliðana sem voru án Dean Henderson í markinu þar sem hann er í láni hjá félaginu frá Man Utd.
Jesse Lingard, fyrrum leikmaður Man Utd, spilaði með Forest í kvöld en var tekinn af velli ´ða 53. mínútu.
Tvö mörk voru skoruð í fyrri hálfleik en þeir Marcus Rashford og Anthony Martial gerðu það fyrir heimamenn.
Varamaðurinn Fred sá svo um að gulltryggja sigurinn á 87. mínútu og um leið 29. stig Rauðu Djöflana í vetur.