Luis Suarez, fyrrum leikmaður Liverpool og Barcelona, er búinn að finna sér nýtt félag, 35 ára að aldri.
Suarez lék síðast með Nacional í heimalandinu Úrúgvæ en skrifaði undir stuttan samning og er nú laus allra mála.
Suarez fór í kjölfarið með landsliði Úrúgvæ á HM í Katar þar sem liðið olli töluverðum vonbrigðum.
Nú er Suarez að skrifa undir samning við brasilíska félagið Gremio og gildir hann til tveggja ára.
Gremio er mjög þekkt lið í Brasilíu og tryggði sér sæti í efstu deild á nýju á síðustu leiktíð eftir dvöl í B-deildinni.