Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, brosti út að eyrum er hann horfði á Argentínu vinna heimsmeistaratitilinn í Katar.
Klopp segir sjálfur frá þessu en Argentína vann Frakkland í úrslitum þar sem Lionel Messi átti frábæran leik.
Klopp hrósaði Messi í hástert eftir leik Liverpool við Aston Villa í gær en Messi er 35 ára gamall og var að vinna sitt fyrsta HM.
Margir telja að Messi sé besti leikmaður sögunnar og er það eitthvað sem Klopp tekur undir.
,,Argentína átti þetta skilið og þegar þú sást leikmennina og landið fagna… Þetta kom á réttum tímapunkti á erfiðum tímum. Ég er svo ánægður fyrir þeirra hönd, þeir hafa beðið lengi,“ sagði Klopp.
,,Besti knattspyrnumaðurinn síðan ég fæddist, Lionel Messi, hvernig hann spilar og á þessum aldri ætti að gefa okkur merki um hvernig fótboltamenn geta náð langt. Við ættum aldrei að loka dyrunum of snemma, það var unaðslegt að horfa á hann.“