Cristiano Ronaldo er ekki eina stjarnan sem Al-Nassr í Sádí Arabíu er að horfa til þessa dagana.
Eins og frægt er þá er Ronaldo í viðræðum við Al-Nassr en hann er samningslaus eftir að hafa yfirgefið Manchester United.
Ronaldo yrði launahæsti leikmaður heims ef hann skrifar undir hjá félaginu og eru góðar líkur á að það verði að veruleika.
N’Golo Kante, leikmaður Chelsea, er einnig á óskalista Al-Nassr en hann verður samningslaus næsta sumar.
Al-Nassr gerir sér vonir um að tryggja sér þjónustu Kante sem þykir vera einn besti miðjumaður heims.
GFFN í Frakklandi greinir frá en hingað til hefur ekki gengið hjá Chelsea að endursemja við leikmanninn.