Mohamed Elneny fékk að koma við sögu í nokkrar sekúndur í sigri Arsenal á West Ham í gær.
Arsenal vann 3-1 sigur eftir að Said Benrahma hafði komið West Ham yfir af vítapuntkinum.
Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Eddie Nketiah sneru leiknum við fyrir Skytturnar.
Elneny kom inn á sem varamaður fyrir Thomas Partey á fimmtu mínútu uppbótartímans, nokkrum sekúndum áður en Michael Oliver dómari flautaði til leiksloka.
Aðdáendur höfðu gaman að þessu og hafa grínast með þetta.
Dani Ceballos, sem lék með Arsenal á láni frá Real Madrid á árunum 2019 til 2021, hefur komið Elneny til varnar eftir allt grínið.
„Ótrúlegur atvinnumaður og frábær liðsfélagi. Fleiri svoleiðis leikmenn í fótboltann. Lúxusleikmaður fyrir Arsenal,“ skrifar Ceballos á Twitter.
incredible professional, incredible teammate. More players like that in football. a luxury player for the arsenal 🙏🏽 https://t.co/FOAuYo1RWg
— Daniel Ceballos (@DaniCeballos46) December 27, 2022