Mohamed Elneny fékk að koma við sögu í nokkrar sekúndur í sigri Arsenal á West Ham í gær.
Arsenal vann 3-1 sigur eftir að Said Benrahma hafði komið West Ham yfir af vítapuntkinum.
Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Eddie Nketiah sneru leiknum við fyrir Skytturnar.
Elneny kom inn á sem varamaður fyrir Thomas Partey á fimmtu mínútu uppbótartímans, nokkrum sekúndum áður en Michael Oliver dómari flautaði til leiksloka.
Aðdáendur höfðu gaman að þessu og einn tók upp stutt myndband af öllum tíma Elneny á vellinum.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
Mohamed Elneny extended highlights against West Ham 🔥pic.twitter.com/ebBj6q3P5T
— Troll Football (@TrollFootball) December 27, 2022