PSV ætlar að finna arftaka Cody Gakpo, sem er á leið til Liverpool, strax og hefur leitað til Noregs til þess.
Liverpool mun alls greiða PSV um 45 milljónir punda fyrir þjónustu hins 23 ára gamla Gakpo.
Tölfræði Gakpo í hollensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð er hreint ótrúleg. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp tólf í fjórtán leikjum.
Það þarf því að finna rétta arftakann. PSV er nú þegar komið langt í viðræðum við Molde um sóknarmanninn Ola Brynhildsen.
Sá er 23 ára gamall og getur, líkt og Gakpo, leyst stöðurnar fremst á vellinum.
Á þessari leiktíð hefur Brynhildsen skorað ellefu mörk í nítján leikjum í norsku úrvalsdeildinni og þrjú til viðbótar í Sambandsdeildinni.
Fabrizio Romano segir að PSV horfi einnig á fleiri leikmenn en viðræður við Molde séu komnar langt á veg.
Excl: PSV Eindhoven are in advanced talks to sign Ola Brynhildsen. Norwegian forward is one of the targets after selling Cody Gakpo to Liverpool. 🚨🇳🇴 #PSV
Negotiations are ongoing with both Molde and player side in order to reach an agreement soon. pic.twitter.com/dxs9cnna7q
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 27, 2022