Chelsea ætlar að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar ef marka má fréttir dagsins.
Lundúnaliðið olli vonbrigðum fyrir HM-hlé í ensku úrvalsdeildinni og er í níunda sæti eftir fjórtán leiki.
Það virðist þó sem svo að félagið ætli að bregðst við.
Samkvæmt Daily Telegraph hefur Chelsea mikinn áhuga á að fá Joao Felix frá Atletico Madrid. Portúgalinn hefur verið sterklega orðaður frá spænsku höfuðborginni undanfarið.
Taið er að Felix gæti farið á láni í kaníar en að Chelsea myndi svo fá kaupmöguleika eða kaupskyldu næsta sumar.
Þá segir í frétt The Athletic að Chelsea eigi í viðræðum við Monaco í Frakklandi um Benoit Badiashile.
Miðvöðurinn er aðeins 21 árs gamall en þykir mikið efni.
Chelsea er talið hafa misst af Króatanum Josko Gvardiol og að félagið snúi sér nú að Badiashile. Sá er líklega fáanlegur fyrir um 30 milljónir punda.