Enska úrvalsdeildin er farin að rúlla á ný og í kvöld eru tveir leikir á dagskrá.
Í seinni leik kvöldsins, klukkan 20, tekur Manchester United á móti Nottingham Forest.
United hefur verið á ágætis skriði eftir erfiða byrjun undir stjórn Erik ten Hag og situr liðið í fimmta sæti með 26 stig. Nýliðar Forest eru með þrettán stig í næstneðsta sæti.
Ljóst er að byrjunarlið United verður ekki fullskiptað í kvöld. Það vantar þá Raphael Varane og Lisandro Martinez, en þeir fóru með landsliðum sínum alla leið í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í Katar.
Þá er Diogo Dalot tæpur og talið ólíklegt að hann verði með.
Það er því bras á varnarlínu United fyrir leikinn.
Enska götublaðið The Sun tók saman líklegt byrjunarlið United fyrir leikinn gegn Forest.