Arsene Wenger mætti loks aftur á Emirates-leikvanginn í gær til að sjá sína gömlu lærisveina í Arsenal etja kappi. Fékk hann góð viðbrögð.
Frakkinn var við stjórnvölinn hjá Skyttunum frá 1996 til 2018 en hafði ekki mætt aftur til að sjá sína menn leika frá brottförinni.
Wenger valdi heldur betur góðan dag til að snúa aftur. Arsenal vann West Ham 3-1 og sýndi af sér glæsta frammistöðu. Liðið er nú komið með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
„Það er aðeins einn Arsene Wenger,“ sungu stuðningsmenn til síns gamla stjóra á Emirates í gær. Hann brást glaður við með því að veifa þeim til baka.
Myndband af þessari fallegu stund í Norður-Lundúnum má sjá hér að neðan.
One Arsene Wenger ❤️ pic.twitter.com/gd756AtvxL
— Ahmed +5🔝 (@Ao7er) December 26, 2022