Mykhaylo Mudryk er afar eftirsóttur, aðallega af enska stórliðinu Arsenal. Færsla hans á Instagram í gær ýtir undir orðróma síðustu daga.
Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano greindi frá því í gær að Arsenal hefði boðið 40 milljónir evra auk 20 milljóna í viðbótargreiðslu til Shakhtar Donetsk fyrir Mudryk.
Úkraínska félagið vill hins vegar töluvert hærri upphæð fyrir kantmanninn.
Mudryk birti myndband á Instagram í gær þar sem hann var að horfa á sigur Arsenal gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta eru talin skýr skilaboð, kappinn vill til Norður-Lundúna.
Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stiga forskot en leitar að styrkingu í fremstu víglínu eftir meiðsli Gabriel Jesus.
…sounds like one more goal for Arsenal as Mykhaylo Mudryk is watching the game and posting on Instagram ⚪️🔴👀🇺🇦 #AFC
Clear message. Mudryk wants Arsenal move while club are in negotiations. pic.twitter.com/A4F2SUofoI
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 26, 2022