Hann var 66 ára þegar hann lést. Í tilkynningu skipasmíðastöðvarinnar kemur ekki fram hvenær hann lést né hvað varð honum að bana. Reuters skýrir frá þessu.
Hann bætist því nokkuð langan lista rússneskra olígarka og kaupsýslumanna sem hafa látist, margir hverjir við dularfullar kringumstæður, frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í lok febrúar.
Tass fréttastofan segir að Admiralty skipasmíðastöðin, sem er staðsett í St Pétursborg, smíði dísilknúna kafbáta sem geta skotið flugskeytum.
Ekki er búið að ganga frá ráðningu nýs forstjóra.