fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fréttir

Enn lengist listinn – Rússneskur forstjóri lést

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 06:57

Alexander Buzakov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í ágúst 2012 gegndi Alexander Buzakov starfi forstjóra Admiralty skipasmíðastöðvarinnar í Rússlandi. En tíminn á forstjórastóli tók nýlega enda því á aðfangadagskvöld tilkynnti fyrirtækið um andlát Buzakov.

Hann var 66 ára þegar hann lést. Í tilkynningu skipasmíðastöðvarinnar kemur ekki fram hvenær hann lést né hvað varð honum að bana. Reuters skýrir frá þessu.

Hann bætist því nokkuð langan lista rússneskra olígarka og kaupsýslumanna sem hafa látist, margir hverjir við dularfullar kringumstæður, frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í lok febrúar.

Tass fréttastofan segir að Admiralty skipasmíðastöðin, sem er staðsett í St Pétursborg, smíði dísilknúna kafbáta sem geta skotið flugskeytum.

Ekki er búið að ganga frá ráðningu nýs forstjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið