Það er að minnsta kosti mat Jacob Kaarsbo, sérfræðings í rússneskum málefnum há dönsku hugveitunni Tænketanken Europa. Í samtali við TV2 sagði hann eftir að Úkraínumenn gerðu árás á Engelsflugvöllinn fyrir mánuði síðan megi telja víst að Rússar hafi eflt loftvarnir sínar og skoðað hvað þeir gætu gert til að koma í veg fyrir að árás af þessu tagi endurtæki sig.
Aðfaranótt gerðu Úkraínumenn aðra árás á flugvöllinn, sem er rúmlega 600 km frá úkraínsku landamærunum, með dróna.
Kaarsbo sagði að það væri því mjög athyglisvert að þeim hafi aftur tekist að ráðast á flugvöllinn.
Rétt er að hafa í huga að Úkraínumenn hafa ekki lýst ábyrgð á árásinni á mánudaginn á hendur sér en Rússar segja þá hafa staðið á bak við hana og Úkraínumenn hafa sagt að innrás Rússa í Úkraínu hafi afleiðingar fyrir þá.
Peter Viggo Jakobsen, lektor við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við TV2 að árásirnar tvær bendi til að Rússar standi sig ekki nægilega vel í að verja herstöðvar sínar. Nokkrar loftárásir af þessu tagi hafi sést fram að þessu, þar á meðal á Krím.
Þar sem lítið tjón varð af árásinni á mánudaginn hafði hún ekki stórvægileg áhrif á starfsemina á flugvellinum en Jakobsen sagði að samt sem áður hafi hún örugglega sálræn áhrif á Rússa, sé mikið áfall fyrir þá.