Liverpool er búið að tryggja sér hinn efnilega Cody Gakpo sem gengur í raðir félagsins frá PSV Eindhoven í Hollandi.
Gakpo er nýjasta stjarna Hollands og var einn allra besti leikmaður landsins á HM í Katar í vetur.
Fabrizio Romano greinir frá þessu í kvöld en Liverpool borgar 37 milljónir punda fyrir leikmanninn en sú upphæð gæti hækka.
Manchester United var sterklega orðað við Gakpo og var leikmaðurinn reiðubúinn að fara þangað.
Man Utd tók hins vegar enga ákvörðun um að leggja fram tilboð í vængmanninn.
Gakpo er 193 sentímetrar á hæð og hefur skorað 36 deildarmörk í 106 leikjum fyrir PSV á ferlinum.
🚨 OFFICIAL: Liverpool have signed Cody Gakpo from PSV Eindhoven, the deal has been signed tonight between clubs. #LFC
Gakpo will sign long-term deal later this week as contract is fully agreed too.
Liverpool will pay £37m plus add-ons, up to £50m potential package. pic.twitter.com/JFSKL6zQKH
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 26, 2022