Cristiano Ronaldo hótaði að hætta í fótbolta árið 2019 er Lionel Messi vann verðlaunin frægu, Ballon d’Or.
Þetta kemur fram í bók Thierry Marchand sem ræddi við Ronaldo um árin 2018 og 2019 en hann var þá nýgenginn í raðir Juventus.
Ronaldo telur að hann hafi ekki unnið verðlaunuin 2018 þar sem hann skipti um félag og fór til Juventus frá Real Madrid.
Portúgalinn var einnig gríðarlega sár ári seinna er Messi vann verðlaunin og lenti hann sjálfur í þriðja sæti.
Ronaldo hafði unnið Ballon d’Or 2016 og 2017 og var ákveðinn í að hann hafi átt meira skilið en raun bar vitni.
,,Ég tók áhættu með því að skipta um félag, um deild og um menningu. Ég er ákveðinn í að þessi áhætta hafi stöðvað mig í að vinna Ballon d’Or árið 2018,“ sagði Ronaldo.
Ronaldo var ekki búinn og bætti við: ,,Ef Messi vinnur Ballon d’Or á þessu ári þá legg ég skóna á hilluna.“