Angel Di Maria, leikmaður Argentínu, fékk sér svakalegt húðflúr eftir að liðið tryggði sér sigur á HM í Katar.
Di Maria hefur nú birt myndir af húðflúrinu en þar má sjá bikarinn sjálfan sem liðið lyfti að lokum.
Di Maria er 34 ára gamall og var að spila á sínu síðasta HM en hann leikur með Juventus á Ítalíu í dag.
Þetta var í fyrsta sinn sem Di Maria vinnur HM og það sama má segja um alla aðra leikmenn liðsins í dag.
Stórkostlegt húðflúr eins og má sjá hér fyrir neðan.