Dóttir Pep Guardiola, Maria, er orðinn gríðarlega vinsæl á samskiptamiðlum en hún er dugleg að birta myndir af sér á Instagram.
Guardiola er nafn sem allir knattspyrnuaðdáendur kannast við en hann þjálfar Manchester City á Englandi.
Maria þykir vera gríðarlega falleg og er með tæplega 500 þúsund fylgjendur á Instagram.
Hún birti myndir af sér um jólin og nældi sér í enn fleiri fylgjendur vegna þess er hún óskaði öllum gleðilegra jóla.
Maria hefur starfað sem fyrirsæta og í fataiðnaðinum í dágóðan tíma en er reglulegur gestur á leiki Man City.
Nýjasta færslan frá Maria er mjög vinsæl og fékk hún mörg ‘komment’ og þar á meðal frá aðdáendum enska stórliðsins.
,,Þetta er í fjölskyldunni,“ skrifar einn og bætir annar við: ,,Þið eruð alveg jafn hæfileikarík.“