Fyrrum undrabarnið Royston Drenthe sér verulega eftir því að hafa skrifað undir samning í Rússlandi á sínum tíma.
Drenthe spilaði með Real Madrid fr´s 2007 til 2012 og lék þar 45 deildarleiki en var lánaður annað í tvígang.
Árið 2012 skrifaði Drenthe undir samning við Alania Vladikavkaz í Rússlandi þar sem hann upplifði afar erfiða tíma.
Drenthe glímdi við áfengisvandamál á ferli sínum og er það eftir dvölina í Rússlandi þar sem hlutirnir ganga öðruvísi fyrir sig.
Drenthe spilaði aðeins sex leiki í Rússlandi og skoraði þrjú mörk og var fljótt farinn til Englands og samdi við Reading.
Eftir dvölina í Rússlandi þá reyndist áfengið leikmanninum erfitt og spilar hann 35 ára gamall í neðri deildum Spánar í dag.
,,Vladikavkaz var ekki beint besti staðurinn fyrir mig. Þessi borg er ónýt, þú gast ekki gert neitt skemmtilegt fyrir utan það að eiga mikið af peningum,“ sagði Drenthe.
,,Vodka… Við drukkum þetta mjög, mjög oft. Þetta var eitthvað sem hvarf aldrei. Það var ekki erfitt að venjast þessu, við drukkum vodka í liðsrútunni – þannig er þetta í Rússlandi.“