Topplið ensku úrvalsdeildarinnar snýr aftur á völlinn í kvöld er liðið tekur á móti West Ham.
Flautað verður til leiks klukkan 20:00 á Emirtaes vellinum en Arsenal varð fyrir áfalli í HM fríinu.
Gabriel Jesus framherji liðsins meiddist og fór í aðgerð, kauði spilar ekki næstu þrjá mánuðina.
Fróðlegt verður að sjá hvernig Mikel Arteta leysir það vandamál en talið er að Gabriel Martinelli fari í fremstu víglínu.
Líklegt byrjunarlið Arsenal í kvöld er hér að neðan.