Liverpool hefur talið sig leiða kapphlaupið um Jude Bellingham en undanfarna daga hefur verið rætt um að Real Madrid telji sig leiða kapphlaupið.
19 ára miðjumaður Borussia Dortmund verður til sölu næsta sumar fyrir um og yfir 100 milljónir punda.
Nú segja ensk blöð að forráðamenn Manchester City telji sig leiða kapphlaupið, þeir telja að Bellingham vilji vinna með Pep Guardiola.
Bellingham var frábær með enska landsliðinu á HM í Katar og er búist við að hann verði verulega eftirsóttur.
Ljóst er að fleiri lið gætu blandað sér í kapphlaupið en á Ethiad telja menn að Guardiola tryggi það að Bellingham komi til City.