fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Hnífamaðurinn á Bankastræti Club verður í gæsluvarðhaldi yfir jólin

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. desember 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkt að framlengja gæsluvarðhald yfir ungum karlmanni sem var handtekinn ásamt á þriðja tug manna í tengslum við rannsókn á stunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club um miðjan síðasta mánuð. RÚV greinir frá en Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta við fréttastofu ríkismiðilsins.

Gæsluvarðhaldið yfir manninum var framlengt til 17. janúar en þetta er eini sakborningurinn sem enn er í haldi vegna árásarinnar. Um tíma voru hátt í tuttugu einstaklingar í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Alls voru þrír ungir menn stungir misoft í árásinni en enginn þeirra var í lífshættu. Þá var einn árásarmannanna sömuleiðis fyrir hnífsstungu.

Frá því árásin átti sér stað hefur verið róstursamt í undirheimum en hefndaraðgerðir, þar á meðal eld- og bensínsprengjur á heimili, og hótanir hafa farið hátt og ratað á síður fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump
Fréttir
Í gær

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni
Fréttir
Í gær

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“