Konan sem beraði brjóst sín í stúkunni á úrslitaleik HM heldur til í Evrópu en hún flúði þangað eftir að hafa berað brjóstin í Katar. Lögreglan náði ekki að hafa upp á henni og hún komst úr landi.
Nú hefur komið í ljós að hún og vinkona hennar beruðu brjóst sín fyrir leik og á vellinum sjálfum.
Konan sem gengur undir nafninu Noemi Gomez og hefur fylgjendum hennar á Instagram fjölgað um tugi þúsunda síðustu daga. Vinkona hennar heitir Milu Barbiie.
Noemi hefur verið dugleg að láta vita af stöðunni hjá sér og segist halda til í Evrópu til að lögreglan í Katar hafi ekki upp á henni. Það er lögbrot að bera sig þar á almannafæri.
Noemi starfar sem fyrirsæta samkvæmt enskum blöðum sem hafa grafið upp fjölda mynda af henni.