fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Fókus

Kristján Einar ræðir við DV um ástina – Þetta þykir honum heillandi og óheillandi í fari kvenna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 23. desember 2022 11:59

Kristján Einar. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er opinn fyrir ástinni og leitar að sjálfsöruggri konu með húmor til að lenda í ævintýrum með.

Á dögunum óskaði hann eftir vetrarkúrara á Instagram og DV sló þráðinn til hans til að spyrjast fyrir um hvað fælist í því.

„Ég er að leita að einhverri til að deila ævintýrum með, af hvaða tagi sem er. Það sem gerist er bara það sem gerist, hvort sem það er til lengdar eða ekki,“ segir hann.

Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi í fari kvenna?

„Sjálfsöryggi, ákveðin, veit hvað hún vill, ófeimin við að prófa nýja hluti, ævintýragjörn, jákvæð og veit hvers virði hún er og síðast en ekki síst er það að hún hafi húmor,“ segir hann.

En óheillandi?

„Neikvæðni, svartsýni, dónaleg, húmorsleysi og vanþakklæti.“

Aðsend mynd.

Virkur á Tinder

Aðspurður hvort hann sé á einhverjum stefnumótaforritum svarar Kristján játandi.

„Það er 2022, að sjálfsögðu nota ég stefnumótaforrit. Ég nota aðallega Tinder en hægt og rólega er ég að læra inn á Smitten,“ segir hann.

Hvernig gengur?

„Það gengur ágætlega þegar ég er virkur þar inni á, en ég á það til að vera mjög hægur þar. Ég kýs frekar að kynnast manneskju í gegnum Instagram,“ segir hann.

Finnst þér það erfiðara því þú ert þekktur hér á landi?

„Það er í raun léttara en öðruvísi, því fólk á það til að vita meira um mig en ég sjálfur áður en samtalið hefst,“ segir Kristján.

Aðsend mynd.

Ekki klæða þig eins og strumpur

Við báðum áhrifavaldinn um að deila ráðum um hvernig best sé að heilla dömu.

„Fyrst og fremst að vera þú sjálfur og ekki þykjast vera einhver sem þú ert ekki, því ef hún er ekki að fíla þig fyrir þann mann sem þú ert þá er þetta aldrei að fara að ganga,“ segir hann og bætir við:

„Svo er það líka útlitslega tengt. Vertu ávallt hreinn, vel greiddur með góðan ilm og ekki klæða þig eins og strumpur heldur eins og herramaður og vertu öruggur með sjálfan þig.“

Aðsend mynd.

Hvað er besta fyrsta stefnumótið?

„Ég reyni að hafa stefnumótin fjölbreytt, en það sem er alltaf ofarlega á lista hjá mér og klikkar seint er að bjóða dömunni fínt út að borða þar sem róleg tónlist er spiluð og það er hægt að tala saman og kynnast betur,“ segir hann.

Hvað er ást?

Kristján Einar viðurkennir að hann sé mjög rómantískur. „Ótrúlegt en satt þá er ég svakalega rómantískur og hef verið það síðan ég byrjaði að deita,“ segir hann.

Hvað er ást?

„Þegar tveir einstaklingar komast á þann stað að þeir myndu vaða eld og brennistein fyrir hvort annað og geta verið þeir sjálfir vitandi það að makinn dæmir þig ekki, sama hvað.“

Fylgstu með Kristjáni Einari á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar skinu skært á rauða dregli Golden Globes

Stjörnurnar skinu skært á rauða dregli Golden Globes
Fókus
Fyrir 2 dögum

Andvirði gjafapokans á Golden Globes er 1 milljón dala – Norðurljósaferð, andlitslyfting, ferð til Balí og Frakklands

Andvirði gjafapokans á Golden Globes er 1 milljón dala – Norðurljósaferð, andlitslyfting, ferð til Balí og Frakklands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar