fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Pressan

Flugfélag setur starfsfólki sínu strangar reglur – Grátt hár og ofþyngd óheimil

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. desember 2022 21:00

Það eru strangar reglur um hvað má og hvað má ekki. Mynd: Air India

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að reyna að bæta orðsporið og koma flugfélaginu Air India á réttan kjöl á nýjan leik hafa stjórnendur þess sett starfsfólkinu strangar reglur um útlit þess. Farþegar félagsins munu því ekki sjá gráhærða flugmenn eða flugfreyjur um borð í vélum þess og einnig munu þeir sem þykja of feitir ekki fá að starfa um borð í vélunum.

Félagið hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum. Fyrr á árinu keypti Tata, sem er fyrirtækjasamsteypa, félagið og hefur nú hafist handa við endurreisn þess. Markmiðið er að bæta slæmt orðspor félagsins.

Samkvæmt nýju reglunum verða karlmenn, sem eru greinilega farnir að missa hárið, að hætta að skilja hár eftir á höfðinu. Þeir eiga nú að raka allt hár af höfði sínu til að sýna skallann og þar með ná því sem stjórnendurnir kalla „hreint útlit“.

Það er vissara að fara eftir þessum reglum ef fólk vill halda vinnunni. Mynd: Air India

 

 

 

 

 

Þeir starfsmenn, sem eru enn með hár á höfðinu, eiga að vera vel klipptir og þeir eiga að nota gel í hárið og raka sig daglega.

Línurnar eru lagðar í smáatriðum. Mynd: Air India

 

 

 

 

 

 

Þeir sem eru gráhærðir eða byrjaðir að grána eiga að lita hárið reglulega.

Þessu, og ýmsu fleiru, eru gerð ítarleg skil í 40 síðna handbók. Þar er farið út í smáatriði varðandi útlit og klæðnað fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skipti um flugsæti svo hjón gætu setið saman – Áttaði sig svo á að hún var höfð að fífli

Skipti um flugsæti svo hjón gætu setið saman – Áttaði sig svo á að hún var höfð að fífli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gripinn með buxurnar á hælunum og liminn í lúkunum í sundi – Sagðist vera að verma „kjúllan“

Gripinn með buxurnar á hælunum og liminn í lúkunum í sundi – Sagðist vera að verma „kjúllan“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt