Samkvæmt frétt RIA fréttastofunnar sagði Shoigu að þetta séu viðbrögð Rússa við „ógninni“ sem stafar af NATO.
Hann sagði að í ljósi þess að NATO sé að efla her sinn við rússnesku landamærin auk þess sem bandalagið færi út kvíarnar með því að taka Finnland og Svíþjóð inn sé nauðsynlegt að bregðast við með því að vera með viðeigandi fjölda hermanna í norðvesturhluta Rússlands.
Ekki liggur fyrir hversu margir hermenn þetta eru eða hvar nákvæmlega þeir eiga að vera staðsettir.