fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 24. desember 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrri heimsstyrjöldin, sú sem átti að binda enda á alla styrjaldir, kostaði fimmtán milljónir manna lífið, aðrar tuttugu milljónir manna særðust og gríðarlegur fjöldi missti allt sitt.

Eyðileggin stríðsins var gríðarleg.

Þá er ótalinn sá fjöldi hermanna sem varð fyrir alvarlegum sálrænum áföllum sem átti eftir að plaga þá til dauðadags. Það má færa rök fyrir því að rannsóknir á því sem í dag er nefnt áfallastreituröskun hafi hafist fyrir alvöru eftir að þúsundir ungra mann sneru heim úr stríðinu, það illa farnir andlega að þeir náðu sér aldrei.

Skotgrafirnar

Eitt af því sem einkenndi fyrri heimsstyrjöldina var skotgrafahernaður.

Hermenn beggja stríðandi aðila voru látnir grafa langa og djúpa skurði sem þeir dvöldust oft í svo vikum skipti til varnar skot- og loftárásum óvinanna.

Lífið í skotgröfunum var erfitt.

Og þótt að skotgrafir hafi verið grafnar í fyrri styrjöldum var það ekki á pari við skotgrafir fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þetta var fyrsta styrjöldin þar sem eiturefni, á við hið illræmda sinnepsgas, voru notuð í hernaði og var hugmyndin að hermenn gætu notið skjóls í skurðunum, í það minnsta nógu lengi til að setja upp gasgrímur. Sem reyndist að sumu leyti rétt.

Gríðarlegt mannfall

En skotgrafahernaðurinn var að stórum hluta hryllilegur. Hermönnum var reglulega skipað að gera leifturárásir. Þær fólust í að stökkva upp úr skotgröfunum með byssur sínar og inn í „einskismannslandið” sem var á milli óvinaskotgrafa og reyna að drepa sem flesta óvinahermenn í þeirra eigin skotgröfum.

Þetta var vægast sagt ekki vel úthugsuð hernaðaraðgerð og oftar en ekki enduðu slíkar árásir í gríðarlegu mannfalli. Litu hermenn á slíkar skipanir sem lítið annað en dauðadóm.

Dauðin var allt um kring.

Þegar leið á stríðið fjölgaði slíkum árásum og þá helst að nóttu til. Sem dæmi má nefna um mannfall hermannannanna í skotgröfunum var að Bretar misstu 60 þúsund hermenn á fyrsta degi skotgrafahernaðarins í Somme í Frakklandi.

Mannskæðasta styrjöldim

En það voru ekki aðeins bardagarnir sem drógu hermennina til bana. Þeir dvöldust oft svo vikum skipti í miklum þrengslum við skelfilegar aðstæður í skítugum skurðunum. Blóðkreppusótt, kólera og taugaveiki dreifðu sér með ógnarhraða og drógu hermenn til dauða, ekki síður en bardagarnir.

Skotgrafirnar voru alltaf rakar sem oft leiddi til það mikilla vefjaskemmda að oft þurfi að aflima fætur, og jafnvel hendur, hermanna.

Og ekki má gleyma því andlega álagi að vera stöðugt í þrengslum, í kulda og raka, og vita aldrei hvenær skipun bærist um næsta „sjálfsmorðsleiðangur“.

Heimsstyrjöldin fyrri var sú mannskæðasta í sögunni fram að þessum tíma. Aldrei áður höfðu jafn margir ungir menn látið lífið í einni styrjöld, og af nógu er að taka í sögunni.

Í heimstyrjöldinni fyrri voru eiturefnavopn notuð í fyrsta skipti.

Söngur?

Á köldu og dimmu aðfangadagskvöldi árið 1914 gerðist aftur á móti nokkuð einstakt í sögunni, atburður sem síðar fékk nafnið Jólafriðurinn.

Breskir hermenn sátu ískaldir og blautir í skotgröf í Belgíu þetta kvöld. Þar höfðu þeir hvílt þétt upp við hver annan svo sólarhringum skipti, í skotgröf sem aðeins var um einn fermetri. Dagar og nætur runnu saman í eitt, litaðar af hræðslu og svefnleysi.

Þá skorti vistir, það eina sem þeir áttu eftir var gamalt kex og sígarettur, of blautar til að kveikja í.

Hermenn beggja fylkinga litu á árásir úr skotgröfum sem dauðadóm.

Allir höfðu þeir verið á vígstöðvunum svo mánuðum skipti og voru búnir að missa alla von um að komast heim á annan hátt en í líkkistu. Eða ef þeir voru heppnir, lifandi en án einhverra útlima.

Snemma um kvöldið heyrðu hermennirnir hljóð og við nánari hlustun reyndist það vera söngur.

Þýskir hermenn í sömu aðstæðum í sinni skotgröf voru að syngja jólasálma sem allir þekktu, t.d. Heims um ból.

Hermennirnir heilsast, óvissir um hvað biði þeirra.

Nóttin ógleymanlega

Bresku hermennirnir hófu að syngja með þeim þýsku og skömmu síðar heyrðu þeir kallað á ensku, með sterkum þýskum hreim, hvort það mætti bjóða þeim til Þjóðverjanna.

En Bretarnir treystu ekki óvinahermönnunum og grunaði að um gildru væri að ræða. Svo þeir svöruðu því til að þeir væru viljugur að hitta Þjóðverjana á milli skotgrafanna. Þjóðverjarnir svöruðu því játandi og Bretarnir byrjuðu að skríða upp úr skotgröf sinni, hikandi þó og óvissir um hvað biði þeirra.

Hingað til höfðu einu samskipti hermanna þjóðanna tveggja verið að reyna að drepa hvor aðra.

En Þjóðverjarnir biðu þeirra á akrinum sem aðskildi skotgrafirnar og tóku í hönd Bretanna og óskuðu þeim gleðilegra jóla. Settust þeir svo niður, sungu jólalög, skiptust á tóbaki og drukku vínglögg sem báðir aðilar lumuðu á.

Söngur og fótbolti eins og draumur í minningunni

Þjóðverjar sóttu þau kerti sem enn voru til og röðuðu í kringum nálægt tré til að mynda eins konar jólatré og myndaðist hin skemmtilegasta veisla á jólanótt á akrinum.

Menn komu ekki bara líkamlega skaðaðir frá stríðinu og má að miklu leyti rekja rannsóknir á áfallastreituröskun til styrjaldarinnar.

Enginn minntist á stríðið og enga óvild né hatur var að finna meðal mannanna sem aðeins örfáum klukkustundum fyrr höfðu reynt að drepa þá sömu menn og þeir sungu nú með. Einn Bretanna fann bolta og voru trjágreinar notaðar til að búa til eins konar mörk. Síðan var spiluð knattspyrna.

Árið 2014, á 100 ára afmæli Jólafriðarins, spiluðu landslið Bretlands og Þýskaland vináttuleik til að minnast knattspyrnuleiksins á vígstöðvunum. Breta unnu, 1-0.

Hermennirnir sögðu síðar að nóttin væri sem draumur í minningunni en það er talið að allt að eitt hundrað hermenn hafi safnast saman þessa nótt á akrinum í Somme.

Brjáluð yfirvöld

En hin litla veisla hermannanna á akrinum var ekki sú eina sem haldin var á aðfangadagskvöld. Á vesturvígstöðvunum hópaði sig saman lítill hópur Frakka, Þjóðverja, Belga og Breta og lögðu niður vopn. Það eru sögusagnir um fleiri slíkar samkomur en þær hafa aldrei verið staðfestar.

Á hundrað ára afmæli jólanna 1914 gerði tímaritið Times ítarlegan greinarflokk um þessa nótt og þar segir að allt í allt hafi jafnvel 100 þúsund hermenn út um alla Evrópu lagt niður vopn.

Þessi jólanótt í Somme var öllum þeim er tóku þátt ógleymanleg. Stríðið hafði aðeins staðið yfir í sex mánuði og höfðu flestir spáð því aðeins nokkrum vikum og að hermennirnir myndu örugglega ná að halda jól með ástvinum.

Fimmtán milljónir fórust í fyrri heimstyrjöldinni.

Það liðu aftur á móti fjögur löng ár þar til þessum hryllingi lauk, blóðugustu og mannskæðustu styrjöld sem þá hafði nokkurn tímann verið háð.

Iðnbyltingin hafði gert það auðvelt að fjöldaframleiða öflugri vopn og stríðstól en áður höfðu þekkst og ömurðin og dauðinn allt um kring hafði fyllt hermenn beggja hinna stríðandi aðila vonleysi og þunglyndi.

Margir hermannanna sögðu frá jólanóttinni í bréfum til ástvina og spurðist atburðurinn fljótlega út. Viðbrögðin voru misjöfn, almenningur var fremur jákvæður en sama var ekki að segja um yfirmenn herja beggja landanna.

Sagt er að viðkomandi hermönnum hafi verið refsað og bæði löndin settu dauðarefsingu við atburði sem þessum.

Einn 25 ára þýskur hermaður var æfur og sagði landa sína hafa fórnað heiðri sínum og ættu þeir að skammast sín.

Sá hét Adolf Hitler.

Minnismerki um nóttina góðu var reist í Bretlandi.

Um 15 milljónir manna fórust í fyrri heimsstyrjöldinni og á þeim fjórum árum sem hún átti eftir að standa eftir jólanóttina góðu, var aldrei sambærileg samkoma haldin.

En eins og Bretinn Bruce Bairnsfather skráði síðar í endurminningum sínum: „Þegar ég lít til baka, hefði ég ekki undir nokkrum kringumstæðum viljað missa af þessari jólanótt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“