fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Mikill samdráttur á fasteignamarkaði – Ekki færri kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu síðan 2013

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. desember 2022 05:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að fasteignamarkaðurinn hafi kólnað mjög að undanförnu. Í október voru 382 kaupsamningar gefnir út á höfuðborgarsvæðinu en miðað við árstíðarleiðréttar tölur hafa þeir ekki verið færri síðan 2013.

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem kemur út í dag.

Í henni kemur fram að nú séu 2.392 íbúðir til sölu á landinu öllu en í byrjun nóvember voru þær 2.145. Af þessum fjölda eru 1.429 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og er það aukning um 112 frá því í byrjun nóvember.

Enn hraðari samdráttur hefur orðið í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þar voru gefnir út 96 kaupsamningar í október og 92 í september miðað við að í ágúst voru þeir 151.

Hvað varðar fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu þá seldust 19,7% íbúða yfir ásettu verði í nóvember en í október var hlutfallið 24,3% og í apríl var það 65%.

Enn heldur tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, miðað við vísitölu íbúðaverðs, áfram að lækka og er hún komin í 20,3% en hún fór hæst í 25,5% í júlí. Ef miðað er við vísitölu paraðra viðskipta hefur dregið mun hraðar úr íbúðaverðshækkunum og er 12 mánaða hækkunin komin niður í 13%.

Hvað varðar leiguverð þá hækkaði það um 2% á milli mánaða í nóvember þegar miðað er við vísitölu leiguverðs. Tólf mánaða hækkun vísitölunnar mælist 9,4% sem er á pari við verðbólguna í nóvember. Það þýðir að raunverð leigu hefur staðið í stað á milli ára þrátt fyrir einhverja hækkun síðan í júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur