fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fréttir

Mörg verkefni hjá lögreglunni – Dularfullur maður í einkennisfatnaði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. desember 2022 05:28

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. Meðal helstu mála er að tilkynnt var um einkennisklæddan mann, sem væri að biðja fólk um styrk fyrir ákveðna starfsemi og vildi fá persónuupplýsingar og greiðslukortanúmer fólks. Lögreglan fann manninn ekki.

 

Í Miðborginni voru þetta helstu verkefnin:

Lögreglan rannsakaði umferðaróhapp sem átti sér stað síðdegis. Annar ökumannanna, sem í hlut áttu, reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.

Lögreglan sinnti útkalli vegna ágreinings og hugsanlegra skemmdarverka. Rætt var við málsaðila og skýrslu skrifuð.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Hann var einnig kærður fyrir vörslu fíkniefna.

Maður var fjarlægður úr stigagangi fjölbýlishúss en þar hafði hann ítrekað dvalið í óleyfi.

Tilkynnt var um skemmdir á bifreið eftir snjókast.

Slys varð í sundlaug þar sem gestur hlaut sár á höfði. Hann var fluttur á bráðamóttöku.

Tilkynning barst um mann sem væri að stela snjósleða. Sá taldi sig í rétti til að taka sleðann því hann hefði staðið svo lengi á sama stað. Lögreglan stöðvaði hann í þessu og hélt hann á brott.

Tilkynnt var um þjófnað í matvöruverslun. Málið var afgreitt á vettvangi.

Nokkur útköll voru tengd ölvun, hávaða og flutningum með sjúkrabifreið.

Í Hafnarfirði og Garðabæ voru þetta helstu verkefnin:

Tilkynnt var um innbrot í bifreið.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. Meðal helstu mála er að tilkynnt var um einkennisklæddan mann, sem væri að biðja fólk um styrk fyrir ákveðna starfsemi og vildi fá persónuupplýsingar og greiðslukortanúmer fólks. Lögreglan fann manninn ekki.

Þrír voru handteknir og vistaðir í fangageymslu þar sem grunur leikur á að þeir dvelji ólöglega hér á landi.

Óvelkomnum manni var vísað út úr fjölbýlishúsi.

Í Kópavogi og Breiðholti voru þetta helstu verkefnin:

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun. Málið var afgreitt á staðnum og greitt var fyrir vörurnar.

Manni var vísað út af veitingastað en þar var hann ekki velkominn.

Tveir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna líkamsárásar og eignaspjalla.

Í Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ voru þetta helstu verkefnin:

Leigubifreiðastjóri fékk aðstoð þar sem farþegi átti ekki fyrir áföllnu aksturgjaldi en um töluverða upphæð var að ræða.

Hávaða og ágreiningsmál komu einnig inn á borð lögreglunnar í þessum hverfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Einar harmar fjöldauppsagnir Trump á veðurfræðingum – „Vara við ferðum fellibylja og vakta Tsunami bylgjur“

Einar harmar fjöldauppsagnir Trump á veðurfræðingum – „Vara við ferðum fellibylja og vakta Tsunami bylgjur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þorsteinn segir lífeyrisgreiðslur hafi verið skertar á grundvelli rangra upplýsinga og segir leiðréttingar þörf

Þorsteinn segir lífeyrisgreiðslur hafi verið skertar á grundvelli rangra upplýsinga og segir leiðréttingar þörf
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grímur opnar sig um persónulega reynslu sem barn í kerfinu – „Ég sagði aldrei neitt enda var enginn að hlusta“ 

Grímur opnar sig um persónulega reynslu sem barn í kerfinu – „Ég sagði aldrei neitt enda var enginn að hlusta“ 
Fréttir
Í gær

Óhugnaður á bílastæði – Landsréttur þyngdi dóm yfir Candido Alberto

Óhugnaður á bílastæði – Landsréttur þyngdi dóm yfir Candido Alberto
Fréttir
Í gær

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni
Fréttir
Í gær

Einar sendi Jóni Gnarr pillu: „Þú ert á þingi?“

Einar sendi Jóni Gnarr pillu: „Þú ert á þingi?“
Fréttir
Í gær

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“
Fréttir
Í gær

Ívar Orri kemur til dyranna eins og hann er klæddur – „Ef þú ert ekki sterkur þá ertu aumur“

Ívar Orri kemur til dyranna eins og hann er klæddur – „Ef þú ert ekki sterkur þá ertu aumur“