Manchester City 3 – 2 Liverpool
1-0 Erling Haland(’10)
1-1 Fabio Carvalho(’20)
2-1 Riyad Mahrez(’47)
2-2 Mohamed Salah(’48)
3-2 Nathan Ake(’58)
Manchester City er komið áfram í enska deildabikarnum og tryggði sæti sitt í 8-liða úrslitum mótsins.
Man City var að slá út ríkjandi meistarana en Liverpool vann mótið á síðustu leiktíð eftir úrslitaleik við Chelsea.
Það var mikið fjör á Etihad vellinum í kvöld en þeir bláklæddu höfðu að lokum betur, 3-2.
Nathan Ake skoraði sigurmark Man City þegar 58 mínútur voru komnar á klukkuna í seinni hálfleik.