Adil Rami, fyrrum landsliðsmaður Frakklands, fór ekki fögrum orðum um markmanninn Emiliano Martinez.
Martinez varði mark Argentínu sem vann HM í Katar fyrr í mánuðinum en hann er mikið í því að espa andstæðinga sína upp.
Í gær gerði Martinez allt vitlaust er hann sást grípa dúkku sem hafði andlit Kylian Mbappe og naut þess mikið.
Mbappe spilaði gegn Argentínu með Frökkum í úrslitaleiknum og skoraði þrennu sem dugði ekki til sigurs.
Rami á að baki 36 landsleiki fyrir Frakkland og er alls enginn aðdáandi Martinez sem spilar með Aston Villa á Englandi.
,,Þetta er mesti tíkarsonur fótboltans,“ sagði Rami á meðal annars og kallaði Martinez svo ‘hataðasta knattspyrnumanninn.’