Guiseppe Marotta, stjórnarformaður Inter Milan, segir að það sé nú komið að Romelu Lukaku að komast í rétt stand fyrir seinna hluta tímabilsins.
Lukaku var ískaldur áður en HM í Katar hófst og var ekki að sýna sínar réttu hliðar með Inter. Hann er í láni hjá félaginu frá Chelsea.
Marotta býst við meiru af Lukaku á næsta ári en hann átti ekki gott HM með Belgum sem ollu töluverðum vonbrigðum í keppninni.
,,Lukaku elskar Inter og við komumst að því með að eyða mörgum dögum með honum,“ sagði Marotta.
,,Við búumst við mikilvægum hlutum, hann var að glíma við vöðvameiðsli en hefur jafnað sig og þarf að komast í form. Hann þarf að finna sitt rétta stand.“